fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Manchester United mögulega úr kapphlaupinu í sumar nema þetta gerist

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 20:00

Liam Delap.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Delap, framherji Ipswich, gæti valið að fara til Þýskalands frekar en til Manchester United.

Delap hefur verið orðaður við stærri lið, en Ipswich er fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Orðrómar um United hafa verið einna háværastir en einnig er kappinn orðaður við Chelsea og Newcastle.

Samkvæmt nýjustu fréttum vilja þýsku stórliðin Bayer Leverkusen og RB Leipzig hins vegar einnig fá Delap og ku hann vera spenntur fyrir því að spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Leverkusen verður í Meistaradeildinni en Leipzig berst nú um sæti í sömu keppni.

Delap mun taka ákvörðun í sumar, en svo gæti farið að United nái Meistaradeildarsæti þrátt fyrir ömurlegt tímabil heima fyrir. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Sigur í þeirri keppnir veitir aðgang að Meistaradeildinni.

Delap hefur skorað 12 mörk í fremur slöku liði Ipswich í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Er hann fáanlegur fyrir aðeins 30 milljónir punda í sumar vegna klásúlu í samningi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt