Albert Guðmundsson og félagar i Fiorentina munu mæta á Old Trafford í ágúst og mæta Manchester United í æfingaleik.
Leikurinn mun fara fram 9 ágúst en Albert gekk í raðir Fiorentina síðasta sumar.
Í herbúðum Fiorentina er einnig David de Gea sem varði mark Manchester United í tólf ár.
Þetta verður síðasti æfingaleikur Manchester United áður en enska úrvalsdeildin byrjar.
Albert hefur verið í miklu stuði með Fiorentina síðustu vikur en meiðsli hafa aðeins aftrað honum á þessu tímabili.