fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. apríl 2025 19:41

Sowe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan 2 – 3 ÍBV:
0-1 Omar Sowe
0-2 Bjarki Björn Gunnarsson
1-2 Sindri Þór Ingimarsson
1-3 Oliver Heiðarsson
2-3 Sindri Þór Ingimarsson

Stjarnan tapaði óvænt á heimavelli gegn nýliðum ÍBV í Bestu deild karla í kvöld. Eyjamenn voru öflugir og áttu sigurinn skilið.

Omar Sowe kom Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik áður en Bjarki Björn Gunnarsson kom gestunum í 0-2 með frábæru marki.

Stjarnan lagaði stöðuna í fyrri hálfleik með marki frá Sindra Ingimarssyni en markvörður ÍBV gerði sig sekan um hræðileg mistök.

Oliver Heiðarsson kom svo ÍBV í 1-3 með marki í síðari hálfleik. Sindri Þór skoraði aftur í uppbótartíma fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til og 2-3 sigur ÍBV staðreynd. Eyjamenn komnir með sjö stig í deildinni eftir fjórar umferðir en Stjarnan er með sex stig.

Þorlákur Árnason tók við þjálfun ÍBV í vetur en nýliðarnir með Sowe og Oliver Heiðarsson í fremstu víglínu eru til alls líklegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf