fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Gefur drauminn upp á bátinn og skráði sig í herinn – Vill aðstoða Úkraínu gegn Rússlandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. apríl 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir en mögulega einhverjir sem vita hver Nicolas Tie er en það er fyrrum markvörður Chelsea á Englandi.

Tie var vissulega ekki í aðalliði Chelsea en hann var á mála hjá unglingaliði félagsins frá 2017 til 2020 og var efnilegur á sínum tíma.

Tie er alls ekki gamall í dag en hann er 24 ára og var síðast á mála hjá Vitoria Guimaraes í Portúgal.

Tie hefur hins vegar verið án félags síðan 2023 og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Það eru engin meiðsli sem tengjast þessari ákvörðun en hann hefur ákveðið að skrá sig í franska herinn og vonast til að geta hjálpað Úkraínu í stríði sínu gegn Rússlandi.

Líklegt er að Tie muni aðeins starfa í heimalandinu, Frakklandi, en hann mun ekki hafna því verkefni að ferðast til Úkraínu ef kallið kemur.

Það var alltaf draumur Tie að verða atvinnumaður í fótbolta en hann var valinn í lið Fílabeinsstrandarinnar fyrir Ólympíuleikana 2020 sem var síðar frestað.

Foreldrar Tie koma frá Fílabeinsströndinni en hann hóf feril sinn hjá Lille í Frakklandi sem barn og er fæddur í sömu borg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea