Það eru ýmsar getgátur um það af hverju Darwin Nunez fær ekki að byrja leiki hjá Liverpool þessa stundina.
Nú velta ýmsir sér fyrir því hvort Liverpool sé viljandi að byrja ekki framherjanum frá Úrúgvæ.
Nunez hefur samkvæmt enskum blöðum byrjað 49 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Byrji hann einn leik í viðbót þarf Liverpool að rífa fram 4,3 milljónir punda til Benfica, slík klásúla var í samningi liðanna.
Nunez er sagður til sölu í sumar og gæti Liverpool ákveðið að spara sér rúmar 700 milljónir króna og sleppa því að byrja honum restina af tímabilinu.