fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Reyndi að fá 2,5 milljónir frá heimsfrægum manni eftir framhjáhald – Ætlaði að fá til sín konur en fékk karla

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. apríl 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo var án efa einn sá besti á sínum tíma. Það stoppaði hann þó ekki frá því að eiga ansi skrautlegt líf utan vallar.

Breska götublaðið Daily Star rifjar á vef sínum upp feril Ronaldo utan vallar. Þar er meðal annars tekið fyrir þegar kappnn var í endurhæfingu í Brasilíu vegna þrátlátra meiðsla árið 2008, en þá var hann á mála hjá AC Milan.

Ronaldo talaði mikið um að losa um streitu með kynlífi og ætlaði hann sér líklega að gera það þegar hann sótti þrjár vændiskonur og fór með á mótelherbergi sitt. Þess má geta að Ronaldo var trúlofaður á þessum tíma.

Þetta voru þó engar vændiskonur. Þetta voru karlmenn sem ætluðu sér að fjárkúga Ronaldo.

Þetta var ekki lengi að rata í brasilíska miðla. Það var opinberað að Ronaldo hafi boðið mönnunum því sem nemur um 50 þúsund krónur á mann. Einn mannana hélt því fram að Ronaldo hafi hótað því að lemja sig.

Lögregla sagði hins vegar frá því að þessi sami maður hafi reynt að kúga um 2,5 milljónir króna út úr Ronaldo.

Leikmaðurinn neitaði ekki fyrir að þetta hafi átt sér stað og að hann hafi ætlað að kaupa sér þjónustu vændiskvenna. Það væri ekki ólöglegt heldur.

Unnusta hans, Maria, hafði hins vegar engan húmor fyrir þessu og hætti með kappanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“

Átti erfitt með svefn eftir tap Íslands – „Maður var svolítið tómur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota

Þetta er sögð ástæða þess að Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“

Ingibjörg svekkt eftir niðurstöðu kvöldsins: ,,Ég veit ekki hvað meira ég á að segja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“

Dagný eftir tapið: ,,Ætluðum okkur stærri hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel