fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Virkilega óánægðir með ákvörðun þjálfarans: ,,Þvílíka helvítis bullið“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Aston Villa eru alls ekki sáttir með stjóra sinn Unai Emery eftir leik við Paris Saint-Germain á þriðjudag.

Þetta kemur fram í Birmingham Mail en miðillinn fer ítarlega yfir 3-2 sigur liðsins á PSG sem dugði ekki til að komast í undanúrslit.

Marcus Rashford fékk tækifæri í sóknarlínunni í sigrinum en fyrri leikurinn tapaðist 3-1 og eru þeir ensku því úr leik.

,,Er Emery alveg búinn að missa það? Hvað ertu að hugsa?“ skrifar einn um ákvörðunina og annar bætir við: ,,Þvílíka helvítis bullið. Nú þarf að hugsa.“

Rashford er lánsmaður frá Manchester United en Watkins hefur undanfarin ár verið aðal markaskorari Villa og staðið sig með prýði.

Þetta ýtir undir sögusagnir að Watkins sé á förum í sumar en hann hefur verið orðaður við lið eins og Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina