fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Skellir Pogba niður á jörðina með ótrúlegri uppástungu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba á að reyna fyrir sér með Norwich á næstu leiktíð. Þetta segir sparkspekingurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Chris Sutton.

Pogba losnaði úr banni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar í síðasta mánuði og leitar að nýju liði. Hann hefur ekki spilað keppnisleik síðan í september 2023 og því misst næstum tvö heil tímabil úr.

Það vill því ekki hver sem er taka sénsinn á franska miðjumanninum, sem eitt sinn var einn sá besti í heimi og lék með Manchester Untited og Juventus.

Pogba er 32 ára gamall og ætlar sér að spila lengur. Sutton, sem lék til að mynda með Norwich, sem og Chelsea, Aston Villa, Celtic og fleirum á ferlinum, vill sjá hann klæðast gulu treyjunni í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

„Ég myndi elska að sjá Pogba hjá Norwich. Ef ég á að vera hreinskilinn hefur hann misst mikið úr og á þessum aldri er erfitt að ná aftur fyrri hæðum,“ segir Sutton.

„Hann er mjög hæfileikaríkur og telur sig sennilega geta spilað á hæsta stigi fótboltans áfram. Ég held það yrði erfitt eftir allan þennan tíma. En hann getur tekið skref til baka og spilað með Norwich.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina