fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Uppljóstraði um áhugaverða kjaftasögu sem nú grasserar

433
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Mar Þórisson var ekki í hóp hjá Stjörnunni í sigrinum á ÍA í Bestu deildinni í gær, í kjölfar þess að hafa verið ónotaður varamaður í fyrstu umferð deildarinnar gegn FH. Hann er nú orðaður við brottför.

Bakvörðurinn gekk í raðir Stjörnunnar frá Öster í vetur og héldu menn að hann yrði í stóru hlutverki. Það hefur ekki komið á daginn það sem af er. Í viðtali við Fótbolta.net í gær var Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar spurður út í Þorra og hvort hann gæti farið, en hann var til að mynda oraður við brottför í hlaðvarpinu Dr. Football.

„Ég held að það séu engar líkur á því. Hann var geggjaður í dag, fagnaði manna mest. Hann var mættur inn í klefa fyrir leik, hálfleik og fyrstur út á völl eftir leik. Hann er ennþá að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann á eftir að verða yfirburðar bakvörður í þessari deild. Það verður gaman að fylgjast með honum,“ sagði Jökull.

Þetta var þá tekið fyrir í Innkastinu, hlaðvarpsþætti á vegum Fótbolta.net. Þar sagði sparkspekingurinn Valur Gunnarsson frá því sem hann hafði heyrt um málefni Þorra.

„Mér finnst athyglisvert að Þorri, gaur sem þeir landa úr atvinnumennsku, sé ekki í hóp í kvöld. Það er ekki því hann er meiddur. Menn í Garðabænum tala um að hann sé ekki nógu góður og svo að hann sé ekki að passa inn í hópinn. Mér skilst að Baldur Logi sé næstur í hægri bakvörðinn ef Samúel Kári dettur út,“ sagði Valur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin