fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Er nú efstur á óskalistanum í London

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham ætlar sér að sækja nýjan aðalmarkvörð fyrir næstu leiktíð og er Caoimhin Kelleher hjá Liverpool efstur á blaði samkvæmt The Sun.

Alphonse Areola er aðalmarkvörður West Ham sem stendur en hann hefur ekki heillað á þessari leiktíð. Því er líklegt að nýr maður standi í rammanum í haust.

Kelleher er varamarkvörður Liverpool en hefur gjarnan staðið sig vel þegar kallað er í hann. Hann vill þó verða aðalmarkvörður og ljóst er að það gerist ekki á Anfield, þar sem Alisson er á undan honum í goggunarröðinni og Giorgi Mamardashvili kemur í sumar.

Liverpool er til í að hleypa honum burt á 20 milljónir punda en West Ham er einnig opið fyrir því að fá hann á láni. Það er þó líklegra að Liverpool vilji selja og fá pening í kassann.

Aaron Ramsdale er einnig orðaður við West Ham. Hann er fáanlegur á um 20 milljónir punda einnig, en hann er hluti af arfaslöku liði Southampton sem er skítfallið úr ensku úrvalsdeildinni.

West Ham hefur valdið vonrigðum á leiktíðinni og er í 17. sæti sem stendur, þó 14 stigum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona