fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nýtur þess í botn að vera atvinnulaus: Rekinn úr starfi eftir 83 daga – ,,Hann getur fengið sér drykki með gömlum vinum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. apríl 2025 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney hefur ekki upplifað sjö dagana sæla í þjálfun undanfarin ár en hann er fyrrum leikmaður og núverandi goðsögn Manchester United.

Rooney hefur reynt fyrir sér sem þjálfari en var rekinn frá Plymouth á þessu tímabili og entist aðeins 83 daga í starfi hjá Birmingham fyrir það.

The Sun hafði samband við náin vin Rooney sem ræddi stöðu leikmannsins í dag en hann er sjálfur pollrólegur og er ekki að flýta sér að finna næsta verkefni.

Það er markmið Rooney að gerast frábær þjálfari í framtíðinni en á meðan þá er hann duglegur að hitta gamla vini og fara út á lífið að sögn heimildarmannsins.

Englendingurinn er að njóta þess að vera frá fótboltanum í bili en mun væntanlega snúa aftur einn daginn.

,,Wayne nýtur þess í botn að vera frá fótboltanum á meðan hann bíður eftir næsta tækifærinu í þjálfun,“ sagði heimildarmaðurinn.

,,Hann hefur efni á því að fara hvert sem er í heiminum en er duglegur að heimsækja Croxteth. Hann elskar það því hann getur verið hann sjálfur og fengið sér drykki með gömlum vinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er