fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Sjáðu afar vandræðalegt viðtal – Leiðrétti þáttastjórnandann ítrekað

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig Bellamy fyrrum leikmaður Liverpool, Manchester City og fleiri liða og þjálfari velska karlalandsliðsins, fór í Monday Night Football á Sky Sports á mánudagskvöld en varð samtalið heldur vandræðalegt um tíma.

Þáttastjórnandinn Dave Jones reyndi þá að leggja áherslu á að Wales væri ekki stærsta knattspyrnuþjóðin en Bellamy tók alls ekki undir það og leiðrétti hann sí og æ.

„Ég er ósammála,“ sagði Bellamy eftir fullyrðingu Jones og Jamie Carragher, sem einnig var í setti, hvatti þáttastjórnandann til að byrja upp á nýtt.

„Allt í lagi, þið eruð stolt knattspyrnuþjóð en hafið kannski ekki náð svakalega langt í sögulegu samhengi,“ sagði Jones en Bellamy hófst aftur handa við að leiðrétta hann.

„Ég myndi nú segja að það hafi verið fínt að komast í undanúrslit EM 2016.“

Jones reyndi aftur og sagði að Wales væri þá allavega yfirleitt litla liðið í þeim leikjum sem þeir spila.

„Ég hef aldrei horft þannig á mig eða mitt lið og mun ekki leyfa leikmönnum mínum að hugsa svoleiðis,“ sagði Bellamy þá.

Hér að neðan má sjá þetta vandræðalega samtal í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona