fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gera með sér nýjan þriggja ára samning

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 16:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ, MS og RÚV hafa framlengt samkomulag um markaðs- og sjónvarpsréttindi Mjólkurbikarsins til næstu þriggja keppnistímabila og gildir samkomulagið því út keppnistímabilið 2027.

Af vef KSÍ
Ánægja er á meðal allra samningsaðila með samstarfið síðustu ár – Mjólkurbikarinn hefur fest sig í sessi með öflugum og mikilvægum stuðningi MS og ekki síður með framúrskarandi umfjöllun um keppnina á RÚV, þar sem m.a. má sjá leiki í Mjólkurbikarnum í beinni útsendingu og opinni dagskrá.

Þess má geta að Bikarkeppni meistaraflokks karla er 65 ára á þessu ári og fyrst var leikið í Bikarkeppni meistaraflokks kvenna árið 1981. Bikarkeppni KSÍ bar nafn Mjólkurbikarsins árin 1986 til 1996. Mjólkurbikarinn sneri aftur fyrir keppnistímabilið 2018 verður nú a.m.k. út árið 2027.
Mjólkurbikar karla 2025 hófst 28. mars síðastliðinn og alls verða leiknir 44 leikir í fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars karla áður en leikið verður í 32-liða úrslitum 17.-19. apríl næstkomandi og á sömu dögum hefst 1. umferð Mjólkurbikars kvenna.

Úrslitaleikirnir fara að venju fram á Laugardalsvelli – úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna þann 16. ágúst og úrslitaleikur Mjólkurbikars karla þann 22. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?