fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Talinn vera einn mest pirrandi maður Englands: Neitar því að vera athyglissjúkur – ,,Mér er drullusama“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. apríl 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir farnir að kannast við nafnið Jason Tindall en hann er 47 ára gamall og starfar fyrir enska stórliðið Newcastle.

Tindall er aðstoðarmaður Eddie Howe hjá Newcastle og er gríðarlega líflegur á hliðarlínunni – það eru fáir sem öskra meira en Tindall í leikjum Newcastle.

Hann er kallaður ‘Mad Dog’ af mörgum á Englandi og fer oft yfir strikið og þurfa dómarar í kjölfarið að stíga inn í.

Tindall segist einfaldlega vera fullur af ástríðu og þvertekur fyrir það að hann sé athyglissjúkur eða að hann sé að reyna að vekja einhvers konar athygli á sjálfum sér.

,,Ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta ‘Mad Dog’ gælunafn er eða hvaðan það kom. Þetta tengist því örugglega hvernig ég læt á hliðarlínunni,“ sagði Tindall.

,,Ég er mjög ástríðufullur og ég mun gera allt sem ég get til að vinna mína leiki og það er góður hlutur. Eddie er ekki mjög tilfinningaríkur á hliðarlínunni og ég held að það sé mikilvægt að ég sé eins og ég er.“

,,Mér er drullusama hvað fólki finnst. Ég er ekki að reyna að vekja neina athygli á mér, það hefur aldrei verið tilgangurinn.“

,,Fólk segir að ég spili mig of stóran fyrir aðstoðarþjálfara en ég hugsa ekkert út í þetta eða þessa athygli sem þið talið um. Ég er bara eins og ég er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona