fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Jökull: „Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er brattur fyrir komandi átökum í Bestu deild karla. Hans menn ætla sér að gera betur en í fyrra, þegar liðið hafnaði í fjórða sæti.

Jökull ræddi við 433.is á árlegum kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag. Þar var Stjörnunni spáð 5. sæti í spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í deildinni.

„Þetta er mjög eðlileg spá miðað við síðasta tímabil og liðin í kringum okkur, hvernig þau hafa styrkt. Við viljum augljóslega ekki enda í fimmta sæti. Við þurfum að byrja mótið vel. Það er erfiður leikur á móti FH í fyrsta leik og við erum með fulla einbeitingu á því,“ sagði Jökull.

video
play-sharp-fill

Hann er ánægður með veturinn og styrkingarnar á leikmannamarkaðnum, en kveður þá sem hafa yfirgefið liðið með söknuði.

„Ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið inn. Við höfum sömuleiðis misst rosalega marga sterka leikmenn. Það á bara eftir að koma í ljós hvaða áhrif þær breytingar hafa á hópinn. Þetta eru meiri breytingar á milli ára en maður myndi vilja, en það var margt sem kom upp, leikmenn sem fóru í atvinnumennsku, aðrir sem hættu.“

Jökull var spurður að því hvort markmiðið væri að fikra sig nær Breiðabliki og Víkingi, sem hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár.

„Mér finnst rosalega leiðinlegt að hafa önnur lið sem eitthvað viðmið. Við viljum komast ofar í töflunni, verða betri og fá meiri stöðugleika í okkar leik. Það fæst með því að byrja mótið vel.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
Hide picture