fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ótrúleg þróun hans í atvinnulífinu – Úr mörgum milljónum í nokkra þúsundkalla

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir knattspyrnuaðdáendur muna eftir manni sem ber nafnið Jordon Ibe en hann var eitt sinn undrabarn Liverpool.

Ibe spilaði 41 deildarleik fyrir Liverpool á sínum ferli en hann var á mála hjá félaginu frá 2012 til 2016 – hann skoraði eitt mark í þessum leikjum.

Ferill Ibe hefur svo sannarlega verið á niðurleið undanfarin ár en hann lék flesta leiki fyrir Bournemouth frá 2016 til 2020.

Bournemouth borgaði 15 milljónir punda fyrir Ibe árið 2016 en hann stóðst ekki væntingar og var seldur til Derby og fór síðar til Tyrklands.

Hrapið hjá þessum leikmannni hefur verið gífurlegt en hann spilar í dag með liði Hungerford Town í ensku utandeildinni.

Ibe er enn aðeins 29 ára gamall en hann lék með öðru utandeildarliði, Hayes & Yeading United í fyrra og skoraði þá eitt mark í átta leikjum.

Samkvæmt nýjustu gögnum hefur Ibe enn ekki spilað leik fyrir Hungerford en hann skrifaði undir samning í lok janúar.

Ibe spilaði fyrir fjögur yngri landslið Englands en hefur í raun varla spilað fótbolta eftir tímabil með Bournemouth 2018-2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona