fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Segir ungstirninu að hafna Chelsea og Manchester United – Væri varamaður á næsta tímabili

Victor Pálsson
Föstudaginn 28. mars 2025 21:00

Liam Delap.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum sóknarmaður Chelsea, hvetur Liam Delap til að hafna stórliðum Manchester United og Chelsea í sumar.

Delap er 22 ára gamall sóknarmaður Ipswich en hann er orðaður við þessi tvö félög þar sem Ipswich er á leið niður.

Hasselbaink telur að Delap muni ekki gera sjálfum sér neinn greiða með því að semja við þessi lið þar sem bekkjarsetan yrði mikil.

Hasselbaink vill halda leikmanninum í úrvalsdeildinni en telur að hann eigi frekar að horfa á smærri lið.

,,Varðandi Delap, ég veit að stórlið eru að horfa til hans. Það er útlit fyrir að Ipswich sé á leið niður,“ sagði Hasselbaink.

,,Hann þarf að halda sig í ensku úrvalsdeildinni. Það er mikilvægt fyrir hann að fá að spila, hann má ekki vera varamaður. Ef ég væri umboðsmaður hans þá myndi ég ráðleggja honum að hafna stærstu liðunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra