fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Segir Kristni að segja af sér eftir ræðuna umdeildu – „Ég trúði þessu ekki þegar ég sá þetta, þvílíkur vitleysingur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krist­inn Al­berts­son, ný­kjör­inn formaður Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands, hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir ummæli sín á ársþingi sambandsins.

Kristinn nýtti vettvang sinn á þinginu til að upphefja körfubolta á kostnað handbolta og sagði indverskt rottuhlaup vinsælla en það sem einhverjir kalla þjóðaríþrótt Íslendinga.

Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson er einn af þeim sem gagnrýnir Kristinn. Tekur hann svo djúpt í árina að segja að hann eigi að segja starfi sínu sem formaður lausu þá þegar.

„Að einhver gæi sem er að taka við körfuknattleikssambandi Íslands, sem hefur aldrei unnið leik á stórmóti í sögunni, skuli dirfast að gera grín að handbolta. Hann á bara að segja af sér strax. Þetta er eitthvað mesta fail sem ég hef séð. Ég trúði þessu ekki þegar ég sá þetta, þvílíkur vitleysingur,“ segir Mikael í Þungavigtinni.

Töluverð umræða hefur verið um samfélögin í kringum helstu boltaíþróttirnar hér á landi undanfarið, en fótboltalandsliðsgoðsögnin Kári Árnason skaut á handbolta á dögunum einnig.

„Það er fyndið að lið sem er að tapa á móti Kósóvó og deild sem er 85 prósent útlendingar sé að gera grín að handbolta. Handbolti er flaggskip Íslands. Heyrið í mér þegar körfuboltinn er búinn að vinna einn leik á stórmóti, eða þegar handboltinn fer niður í C-deild eins og fótboltinn,“ segir Mikael enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa