fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Myndband: Hrafnkell skaut á gest sinn í beinni útsendingu – „Þú veður í mig maður“

433
Sunnudaginn 23. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Hreiðarsson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var rætt um Bestu deildina, sem fer senn að hefjast, í þættinum og þar á meðal FH, en Sigurbjörn þjálfaði liðið einmitt ásamt Ólafi Jóhannessyni 2022. Menn voru ekkert allt of bjartsýnir þegar talaða var um Hafnfirðinga og komandi sumar.

„Þeir missa Ástbjörn og Gyrði og núna Ólaf og Loga. Fyrir þá er þetta svakalega mikið. Þeir skiptu rosalega miklu máli fyrir klefann og þess háttar. Ég veit ekki alveg hvar ég hef FH,“ sagði Sigurbjörn.

video
play-sharp-fill

„Mér finnst þeir algjört spurningamerki,“ sagði Hrafnkell.

Nánar er rætt um FH, eins og sjá má í spilaranum, en þegar Helgi spurði að því hvort FH gæti verið í fallbaráttu í sumar kom upp skemmtilegt atvik í setti.

„Já, ég er þar. Við höfum séð það áður og það var örugglega betri hópur en þetta,“ sagði Hrafnkell og átti þar við sumarið 2022, þegar Sigurbjörn var þjálfari hluta leiktíðar.

„Þú veður hérna í mig maður,“ sagði Sigurbjörn eftir þessi ummæli Hrafnkels og uppskar mikinn hlátur.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum

Umboðsmaður Trent hringdi í Barcelona á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hefur ekki neinn áhuga á að selja Bruno

United hefur ekki neinn áhuga á að selja Bruno
Hide picture