fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Sá yngsti í sögunni þurfti að skila heimavinnunni stuttu eftir fyrsta leik – ,,Ekkert samtal, engar truflanir, ekki neitt!“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. mars 2025 14:11

Nwaneri kemur inn á í sínum fyrsta leik. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ethan Nwaneri, undrabarn Arsenal, þurfti að skila inn heimavinnu í skóla sínum aðeins 24 tímum eftir að hafa spilað sinn fyrsta leik með félaginu.

Nwaneri var þá 15 ára gamall en hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að taka þátt.

Það var heimavinna í ensku sem vængmaðurinn þurfti að skila inn á mánudeginum – eitthvað sem hann gerði án vandræða.

Kennari leikmannsins, Elle Bewley, ræddi um málið og virðist staðfesta það að um afskaplega duglegan strák sé að ræða.

,,Ég er ekki að grínast, hann labbaði inn í skólann á mánudaginn og rétti mér heimavinnuna og hélt svo áfram með daginn,“ sagði Bewley.

,,Það var ekkert samtal sem átti sér stað, engar truflanir, ekki neitt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar