fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433

Alls ekki sannfærðir eftir fyrsta leik landsliðsþjálfarans – ,,Hann spilaði skemmtilegri fótbolta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. mars 2025 12:31

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn enska landsliðsins voru ekki allir hrifnir í gær eftir fyrsta leik Thomas Tuchel við stjórnvölin.

Tuchel tók við enska landsliðinu þann 1. janúar en hann er eftirmaður Gareth Southgate sem lét af störfum í fyrra.

England vann Albaníu 2-0 í Þjóðadeildinni í gær þar sem Myles Lewis Skelly og Harry Kane komust á blað.

Spilamennska Englands fékk þó töluverða gagnrýni og þótti hún ekki nógu sannfærandi eða þá spennandi.

Enskir stuðningsmenn voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlum og vilja nokkrir meina að liðið hafi spilað skemmtilegri bolta undir Southgate.

,,Alls ekki sannfærandi byrjun… Southgate spilaði skemmtilegri fótbolta,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Þetta var alls ekki frábært en svosem ágætis frammistaða gegn slöku liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli

Yngsti sonur Willums með mark Íslands í jafntefli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga