fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. mars 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano telur nær útilokað að Arsenal muni íhuga tilboð frá Real Madrid í William Saliba í sumar, muni þau berast.

Saliba hefur lengi verið undir smásjá Real Madrid. Félagið sér hann sem einn besta miðvörð heims og þar vilja menn ólmir fá hann.

Samningur Saliba við Arsenal rennur út 2027 og styttist því í að félagið þurfi að fara að semja við hann eða þá selja ef það vill alvöru upphæð fyrir hann.

Romano bendir þó á að Frakkinn hafi talað á þann veg að hann vilji vera hjá Arsenal í framtíðinni. Þá segir hann að það verði eitt af fyrstu verkum Andrea Berta, sem er að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, að framlengja samning Saliba.

Real Madrid hefur aldrei sent inn formlega fyrirspurn vegna Saliba. Aðeins fylgst með honum úr fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga