fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“

433
Þriðjudaginn 11. mars 2025 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, vann sér inn tæpar 15 milljónir króna um helgina þegar hann vann þýska sjónvarpsþáttinn Elt­on 12. Hann ræddi málið í Brennslunni á Fm957 í morgun.

Þátturinn var sýndur í þýsku sjónvarpi um helgina þar sem Rúrik bar sigur úr bítum.

„Þátturinn gengur út á það, það eru tólf frægir sem koma saman og þetta er útsláttarkeppni. Það eru spurningar og þrautir, þú kemst áfram í næstu umferð eða dettur út,“ sagði Rúrik í þættinum.

Rúrik hefur notið mikilla vinsælda í Þýskalandi eftir að  hann hætti í fótbolta og gerði garðinn frægan þegar hann vann vinsælan dansþátt þar í landi fyrir nokkrum árum.

„Þetta er skemmtiþáttur á laugardagskvöldi. Þetta tók þrjá klukkutíma í tökum.“

Rúrik sagði svo frá því að hann hefði fengið meira en þessar 15 milljónir, rætt var um töluna 17 milljónir.

„Svo færðu líka greitt bara fyrir að mæta,“ sagði Rúrik og svo hélt hann áfram. „Það er svo geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga, það er svo nett. Það er svo fokking nett,“ sagði Rúrik með mjög mikilli kaldhæðni.

„Ég vissi ekkert af þessu vinningsfé áður en ég mætti í þáttinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu