fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Landsliðsþjálfari Hollands sendir væna sneið á framherja Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. mars 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Koeman þjálfari Hollands sendir sneið á Joshua Zirkzee framherja Manchester United. Hann segist vera þunnskipaður í fremstu víglínu en að Zirkzee sé ekki nógu góður.

Zirkzee er á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United en hefur ekki náð að finna taktinn á Englandi.

Erik ten Hag keypti Zirkzee síðasta sumar en var síðan rekinn og Zirkzee ekki náð að finna sig.

„Hann var aldrei á blaði núna, hann er ekki nógu góður þessa stundina,“ sagði Koeman.

Þjálfarinn segist vona að Zirkzee geti bætt sig og þá gæti hann fengið tækifæri aftur í hollenska landsliðinu.

„Hann er í vandræðum með að finna samherja oft á tíðum. Við erum með marga miðjumenn og varnarmenn, við erum þunnskipaðir í fremstu línu.“

„Þú verður samt að eiga skilið að vera í hópnum og Zirkzee á það ekki skilið núna, hann gæti komið aftur inn síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona