Liam Roberts, markvörður Millwall, hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína í leik gegn Crystal Palace á dögunum.
Leikið var í enska bikarnum en Roberts fékk að líta beint rautt spjald snemma leiks fyrir groddaralegt brot á Jean Philippe Mateta.
Það þurfti að sauma um 25 spor í höfuð Mateta eftir brot Roberts sem fór með takkana í haus franska framherjans.
Upphaflega var Roberts dæmdur í þriggja leikja bann en enska sambandið hefur nú lengt það í sex leiki.
Roberts er varamarkvörður Millwall en Lukas Jensen fyrrum markvörður Kórdrengja situr í rammanum í deildarleikjum liðsins.