fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Óánægður með Michael Oliver: ,,Hefði ekki flautað á þetta í úrvalsdeildinni“

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. mars 2025 20:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Bayer Leverkusen, var hundfúll með enska dómarann Michael Oliver í vikunni.

Oliver dæmdi leik Leverkusen við Bayern Munchen í Meistaradeildinni þar sem það síðarnefnda fékk mögulega ódýra vítaspyrnu í 3-0 sigri.

Xhaka þekkir Oliver sem dæmir í ensku úrvalsdeildinni og er handviss um að hann hefði aldrei gert það sama ef leikurinn væri í einmitt þeirri keppni.

,,Í ensku úrvalsdeildinni þá myndi þessi maður ekki dæma vítaspyrnu,“ sagði Xhaka eftir leikinn.

,,Ég var þarna í sjö ár og ég þekki Michael. Ég er sannfærður um að hann hefði aldrei flautað á þetta í úrvalsdeildinni.“

,,Þetta er ansi svekkjandi að hann hafi flautað á þetta á þessu gæðastigi og þetta gæti ráðið úrslitum í einvíginu. Ef þú dæmir á svona hluti þá væru miklu fleiri vítaspyrnur í hverjum leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona