fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Umboðsmaðurinn segir Chelsea skulda sér þrjár milljónir

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður varnarmannsins Kurt Zouma vill fá borgað frá enska stórliðinu Chelsea og er nú búinn að kæra enska félagið.

Umboðsmaðurinn ber nafnið Saif Rubie en hann hefur leitað til lögfræðinga og vill fá sína upphæð greidda eftir að Zouma var seldur frá Chelsea árið 2021.

Zouma kostaði West Ham 29 milljónir punda árið 2021 en Rubie telur sig eiga inni tíu prósent af þeirri upphæð sem hann hefur aldrei fengið í hendurnar.

Rubie er þarna að kæra fyrrum yfirmann knattspyrnumála Chelsea, Marina Granovskaia, sem hefur í dag látið af störfum.

Rubie telur Chelsea skulda sér allt að þrjár milljónir punda eftir félagaskiptin en hann hefur lengi unnið í málinu og er nú á leið fyrir framan dómara.

Zouma er enn á mála hjá West Ham en hann er í dag á láni hjá Al-Orobah í Sádi Arabíu og er liðsfélagi Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Í gær

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til