fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Forseti La Liga sakar City um stórfelld svindl – Segir þá láta fyrirtæki taka á sig kostnað

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Tebas forseti La Liga á Spáni segir að deildin hafi farið fram á það að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsaki Manchester City.

Tebas og aðilar á Spáni telja að City brjót reglur með því að láta meðal annars fyrirtæki sem eigendur City eiga borga brúsann.

„Þeir eru meðal annars með njósnara og markaðsfyrirtæki sem eru dýr, reikningurinn sem City fær er hins vegar ekki merkilegur. Það gefur City séns á að fara ekki eftir reglum, við höfum tilkynnt þetta til Evrópusambandsins,“ segir Tebas nú.

City er að verjast 115 ákærum frá ensku deildinni en félagið er sakað um að hafa farið í kringum reglur um fjármögnun félaga. England er ekki í Evrópusambandinu en Tebas segir það engu máli skipta.

„Þeir eru virkir á evrópska markaðnum og auglýsa þar. Við kvörtuðum fyrst árið 2023 og núna eru reglur sem gefa Evrópusambandinu tækifæri til að skoða City Football Group.“

„Það fyrsta er að skoða hvort City noti önnur fyrirtæki til að svindla á kerfinu. Hitt er að berjast gegn því að félag sem sé í eigu þjóðar fari eftir ströngum reglum.“

„Við teljum það óeðlilegt að City geti sett mikinn kostnað á önnur fyrirtæki,“ segir Tebas en City er í eigu aðila sem stjórna Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar