fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Þekktur maður játar því að hafa borgað ungri stúlku fyrir kynlíf – Hún segir hann hafa nauðgað sér

433
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 18:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni játar því að hafa borgað stúlku fyrir kynlíf. Hún segir manninn hafa nauðgað sér þegar hún var 15 ára gömul.

The Athletic í Bretlandi fjallar um en vegna regluverks í Bretlandi má ekki nafngreina manninn.

Maðurinn er að stýra liði í ensku deildinni í dag. Stúlkan segir að maðurinn hafi nauðgað sér á heimili hans þegar hún var 15 ára gömul.

Hún segir að maðurinn hafi boðið sér heim til þess að ræða um framtíðar starf fyrir hana. Maðurinn segist hafa borgað henni fyrir kynlíf þegar hún var 16 og 17 ára gömul.

Hann segir að stúlkan hafi reglulega haft samband við sig í gegnum árin og beðið um peninga fyrir kynlíf.

Í dómsgögnum kemur fram að hann hafi oftar en 15 sinnum hitt stúkuna og stundað með henni kynmök. Hann hafi borgað fyrir þau skipti.

„Í eitt skiptið stundaði hann kynlíf með henni og systur hennar sem báðar voru á eftir peningum,“ segir í gögnum dómsins.

Um meinta nauðgun segir hún að maðurinn hafi látið hana fara á hné og spurt hvort hún væri hrein mey. Hann hafi síðan nauðgað sér og látið hana fá 150 pund eftir það.

Konan kærði nauðgunina árið 2021 en maðurinn hefur haldið áfram að vera í starfi sínu samkvæmt frétt BBC og The Athletic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar