fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Heimsfrægur aðili fór vel yfir strikið og kostaði frænda sinn verulega: Gerði grín að hæð og þyngd – ,,Varstu lagður í einelti í grunnskóla?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2025 10:30

Stephen Graham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn frægi Stephen Graham kom frænda sínum í ansi mikinn bobba nú á dögunum eftir leik í ensku neðri deildunum.

Graham hefur leikið í mörgum þekktum kvikmyndum í Hollywood en nefna má myndir eins og Snatch og Gangs of New York.

Frændi leikarans spilar með liði Barrow Town í utandeildinni á Englandi og fyrir um tveimur mánuðum var Graham sjálfur á hliðarlínunni.

Leikarinn missti svo sannarlega stjórn á skapi sínu í þessum leik sem varð til þess að sjö stig voru tekin af Barrow í deildarkeppninni.

Dómarinn David Kennedy þurfti að fresta viðureigninni um tíma vegna látbragða Graham sem kallaði hann á meðal annars ‘gagnslausan stubb.’

Graham benti margoft á að dómarinn væri í yfirþyngd og spurði þá einnig: ‘Hvað er að þér, varstu lagður í einelti í grunnskóla?’

Málið hefur verið í rannsókn undanfarna tvo mánuði en enska knattspyrnusambandið hefur nú tekið ákvörðun varðandi refsinguna og mun hún standa.

Graham er sjálfur talinn sjá eftir sinni hegðun og hefur beðið frænda sinn afsökunar á hegðun sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona