fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Heiðruð fyrir fótboltaæfingar fyrir einstaklinga með fötlun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Viðurkenningu fyrir Grasrótarverkefni ársins 2024 hljóta Stjarnan og Öspin fyrir fótboltaæfingar fyrir einstaklinga með fötlun.

Snemma árs 2023 var sett á laggirnar samstarfsverkefni Stjörnunnar og Asparinnar þar sem 40-50 einstaklingar á aldursbilinu 5-50 ára með fötlun koma saman til fótboltaæfinga tvisvar í viku, í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og í Miðgarði í Garðabæ. Í umsögn um verkefnið segir m.a.: Mikilvægt er að allir fái tækifæri til að stunda fótbolta, óháð fötlun, og æfingar hjá Stjörnunni/Öspinni eru opnar öllum. Markmiðið er að gefa öllum tækifæri til að æfa fótbolta. Allir eiga rétt á að velja sér íþrótt sem þau hafa áhuga á, fatlað fólk sem ófatlað fólk. Einstaklingar með fatlanir sem stunda íþróttir eru fyrst og fremst íþróttamenn; þeir hafa sömu grunnþarfir, drifkraft og drauma og allir aðrir íþróttamenn. Og eins og fyrir alla íþróttamenn er þjálfun afgerandi þáttur fyrir gæði íþróttaupplifunar þeirra. Og einstaklingar með fatlanir hafa sömu löngun og aðrir íþróttamenn til að æfa íþrótt í sínu félagi og í sama félagi og systkini þeirra, vinir og félagar.

Á myndinni eru þau Elfa Björk Erlingsdóttir og Hörður Reynir Þórðarson frá Stjörnunni/Öspinni og Dagur Svein Dagbjartsson frá KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola