fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Bauð besta vini sínum í frí með sér og eiginkonunni – Allt breyttist þegar hann komst að því hvað þau gerðu þegar hann sá ekki til

433
Föstudaginn 21. febrúar 2025 18:30

Frá fríi þeirra vina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónaband Mauro og Wöndu Icardi hefur mikið verið í umræðunni í gegnum tíðina. Hvernig samband þeirra hófst var hins vegar lygilegt. The Upshot fjallar gjarnan um málefni knattspyrnumanna utan vallar og fór yfir þetta.

Mauro er í dag á mála hjá Galatasaray en hefur spilað fyrir lið á borð við Inter og Paris Saint-Germain.

Ævintýrið hófst þegar Mauro lék með hetju sinni, Maxi Lopez, hjá Sampdoria. Lopez tók Mauro undir sinn verndarvæng og urðu þeir miklir vinir. Mauro fór meira að segja með Lopez og eiginkonu hans, Wöndu, í frí.

Það súrnaði þó fljótt í vináttunni þegar það kom í ljós að Mauro hafði verið að sofa hjá Wöndu. Þau byrjuðu svo saman. Wanda skildi við Lopez og giftist Mauro fimm mánuðum síðar.

Samband Mauro og Lopez var eðilega alls ekki gott og ekki bætti úr skák þegar sá fyrrnefndi lét húðflúra nöfn barna Wöndu og Lopez á sig.

Til að nudda salti í sárin kom frétt skömmu síðar þar sem sagði að Wanda og Mauru stunduðu kynlíf tólf sinnum á dag.

Mauro var þó enginn engill í sambandinu með Wöndu.

Hann réð hana sem umboðsmann. Þegar hann var 28 ára gamall fékk hann stór félagaskipti frá Inter til PSG. Í París fór Mauro hins vegar að halda framhjá með fyrirsætunni China Suarez.

Wanda réði njósnara og komst að þessu. Hún brjálaðist, fór á Instagram og birti færslu þar sem stóð: „Önnur fjölskylda sem þú skemmir fyrir druslu.“

Lopez sá sér gott til glóðarinnar, fór á Instagram og skrifaði: „Trúið þið á karma?“

Mauro og Wanda eru fráskilin í dag en hafa oft hætt saman og tekið saman á ný í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld