fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Arnór hættir óvænt í starfinu hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 18:19

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Smárason sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá Val í lok árs mun taka að sér nýtt hlutverk nú um mánaðarmótin.

„Fjölskyldan hefur tekið ákvörðun um að flytja til Svíþjóðar en konan mín er sænsk. Ég mun því ekki geta sinnt því mikilvæga og krefjandi starfi sem það er að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá félagi eins og Val. Ég er þakklátur fyrir tækifærið en mun vera stjórninni áfram innan handar í afmörkuðu verkefni,“ segir Arnór Smárason.

Arnór verður tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun halda áfram vinnu við innleiðingu á nýrri stefnu í samvinnu við sænska ráðgjafafyrirtækið GoalUnit, en sú vinna er vel á veg komin.

„Arnór hefur komið inn af miklum krafti og samstarfið gengið vel. Hann hafði samband við mig fyrir rúmum tveimur vikum og tjáði mér að hann gæti ekki sinnt starfinu í óbreyttri mynd. Auðvitað hefðum við viljað hafa hann áfram hjá okkur en við sýnum þessari ákvörðun hans fullan skilning. Fjölskyldan á alltaf að vera í fyrsta sæti en sem betur fer munum við njóta krafta hans áfram í breyttu hlutverki sem við munum móta með honum,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum