fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Börsungar reyna að fá hann frá Anfield

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur gríðarlegan áhuga á að fá Luis Diaz til liðs við sig frá Liverpool í sumar samkvæmt spænska miðlinum Sport.

Diaz hefur undanfarið verið orðaður við Börsunga, sem eru í leit að vinstri kantmanni fyrir sumarið. Rafael Leao, Marcus Rashford og Nico Williams hafa einnig verið orðaðir við félagið.

Hinn 28 ára gamli Diaz á tvö ár eftir af samningi sínum á Anfield í sumar og gætu Börsungar reynt að kaupa hann.

Diaz gekk í raðir Liverpool frá Porto árið 2022. Kólumbíumaðurinn er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í öllum keppnum á leiktíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum