fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Sif Atladóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands. Hún tekur við af Kristni Björgúlfssyni.

Tilkynning LSÍ
Leikmannasamtök Íslands halda áfram að efla réttindi leikmanna enn frekar með ráðningu Sifjar Atladóttur sem framkvæmdastjóra samtakanna. Sif tekur við starfinu af Kristni Björgúlfssyni, stofnanda LSÍ, sem hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá stofnun þess árið 2014. Kristinn mun áfram sitja í stjón LSÍ sem og að sinna störfum innan samtakanna. Sif var ráðin inn sem verkefnastjóri samtakanna árið 2022 og hefur sinnt margvíslegum verkefnum, og tekur nú við sem framkvæmdastjóri.

Sif þarf vart að kynna, en hún hefur leikið 90 landsleiki fyrir Íslands hönd, keppt á fjórum Evrópumótum og lék 12 ár í atvinnumennsku á erlendri grundu. Hún hefur ekki aðeins reynslu sem leikmaður heldur einnig sem öflugur talsmaður leikmanna. Árið 2020 var hún kjörin í stjórn leikmannasamtakanna í Svíþjóð þar sem hún lagði mikla áherslu á íþróttakonur og barneignir.

Sif lauk BS-gráðu í lýðheilsuvísindum frá háskólanum í Kristianstad árið 2018 og hóf nám í íþróttavísindum við háskólann í Kalmar/Vaxjö ári síðar. Árið 2023 tók Sif sér námsleyfi frá náminu í Svíþjóð þar sem hún fékk inngöngu í nám hjá UEFA fyrir fyrrum alþjóðlega leikmenn í Sport Management (UEFA MIP Program). Með alþjóðlega reynslu sem atvinnumaður, stjórnarmaður í leikmannasamtökum Svíþjóðar sem og þátttakandi í þessu UEFA námi hefur Sif allt sem þarf til að leiða LSÍ inn í framtíðina.

Ráðning Sifjar sendir skýr skilaboð um að hagsmunir íþróttafólks á Íslandi verði áfram settir í forgang hjá samtökunum og er mikilvægt skref fyrir allt íþróttafólk á Íslandi. LSÍ eru hagsmunasamtök leikmanna og með komu Sifjar eru leikmenn komnir með enn sterkari rödd..

LSÍ hlakkar til spennandi tíma með Sif í broddi fylkingar.

Fyrir nánari upplýsingar:

Arnar Sveinn Geirsson, Forseti Leikmannasamtaka Íslands
arnar@leikmenn.is

Sif Atladóttir, Framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands
sif@leikmenn.is

Kristinn Björgúlfsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands
Kristinn@leikmenn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England