fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433

Real Madrid sneri dæminu við í lokin gegn mölbrotnu liði City

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tók á móti Real Madrid í frábærum leik í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Real Madrid byrjaði leikinn betur en það var þó Erling Braut Haaland sem kom heimamönnum yfir eftir um 20 mínútna leik. City leiddi 1-0 í hálfleik.

Þannig var staðan allt þar til klukkutími var liðinn, en þá jafnaði Kylian Mbappe.

Þegar tíu mínútur lifðu leiks dró aftur til tíðinda. Phil Foden fór auðveldlega niður í teignum eftir viðskipti við Dani Ceballos og fékk víti. Haaland fór á punktinn og skoraði af öryggi. City yfir á ný.

Það stefndi í að City færi með forskot í seinni leikinn á Spáni í næstu viku en allt kom fyrir ekki. Brahim Diaz jafnaði á ný á 86. mínútu og Jude Bellingham skoraði sigurmarkið í uppbótartíma eftir algjört rugl í varnarlínu City enn á ný.

Erfitt tímabil City heldur því áfram. Liðið er fyrir utan Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni og rétt komst inn í þetta umspil Meistaradeildarinnar.

Seinni leikur liðanna er á miðvikudag í næstu viku.

Tveir aðrir leik fóru fram á sama stigi keppninnar. Juventus vann 2-1 sigur á PSV á Ítalíu. Mörk lðsins gerðu Weston McKennie og Samuel Mbangula. Reynsluboltinn Ivan Perisic skoraði fyrir PSV.

Dortmund vann þá þægilegan 0-3 útisigur á Sporting. Serhou Guirassy, Pascal Gross og Karim Adeyemi gerðu mörk liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England