fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 14:32

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is er Börkur Edvardsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Vals einn þeirra sem býður sig fram til stjórnar KSÍ á ársþingi sambandsins. Þingið fer fram eftir tæpar tvær vikur.

Framboðsfrestur rann út um helgina en óvíst er hvaða aðrir eru í framboði, kosið verður um fjögur sæti til stjórnar.

Börkur lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar síðast haust. Börkur hafði unnið sjálfboðastarf fyrir Val í 21 ár.

Börkur hefur verið mjög áberandi í íslensku knattspyrnulífi á þessum tími og átt stóran þátt í að byggja upp þá velgengni sem Valur hefur séð síðustu ár.

Hann hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í  stjórn KSÍ og verður í framboði til stjórnar á ársþinginu.

Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson eru að klára kjörtímabil sitt. Ekki hefur komið fram hvort öll þau fari aftur í framboð.

Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson , Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson munu áfram sitja í stjórninni en þeirra kjörtímabili lýkur árið 2026 en þá verður einnig kosið til formanns á nýjan leik.

Börkur var afar sigursæll í tíð sinni á Hlíðarenda og vann félagið 14 Íslands­meist­ara­titla og tíu bikar­meist­ara­titla í karla og kvennaflokki á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“