fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA skoðar að breyta Meistaradeild Evrópu enn frekar á næstu árum, með velferð leikmanna í huga. Guardian fjallar um málið.

Það vakti athygli á þessu tímabili að nýtt fyrirkomulag var á Meistaradeildinni fyrir áramót. Í stað þess að skipta sér í fjögurra liða riðla, þar sem tvö lið fara áfram í 16-liða úrslit, fóru öll 36 lið keppninnar í einn graut. Þar mættu þau átta mismunandi andstæðingum og efstu átta lið deildarinnar fóru beint í 16-liða úrslit, lið 9-24 í umspil um sæti þar.

Leikmenn og knattspyrnstjórar hafa þó kvartað undan auknu leikjaálagi í fótboltanum almennt. Með þessu nýja fyrirkomulagi fjölgaði Meistaradeildarleikjum fyrir áramót til að mynda um tvo.

Með það í huga íhuga UEFA nú alvarlega að hætta með framlengingu í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á næstu árum. Það yrði því farið beint í vítaspyrnukeppni ef jafnt er að loknum 90 mínútum.

Það er þó tekið fram að breytingin myndi sennilega ekki taka gildi fyrr en frá og með leiktíðinni 2027-2028, vegna þess að þá verða sjónvarpsrétthafasamningar endurnýjaðir. Það er þó ekki útilokað að breytingarnar verði gerðar fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn