fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Morata að taka áhugavert skref

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. febrúar 2025 11:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvaro Morata er að ganga í raðir Galatasaray í Tyrklandi frá AC Milan.

Morata, sem er 32 ára gamall, fer til Galatasaray á láni frá Milan út leiktíðina, með möguleika á árs framlengingu í Tyrklandi eða skiptum alfarið.

Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum, en spænski framherjinn flýgur til Istanbúl í dag.

Morata á að baki virkilega flottan feril og hefur hann spilað fyrir Real Madrid, Atletico Madrid, Chelsea og Juventus, auk Milan, en hann hefur verið hjá ítalska félaginu síðan í sumar og er samningsbundinn til 2028.

Þá hefur Morata unnið fjölda titla á ferlinum, til að mynda La Liga og Meistaradeildina tvisvar, sem og Evrópumeistarartitilinn með spænska landsliðinu síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö