fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United fögnuðu er þeir sáu launatölur nýja mannsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 10:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Dorgu er að ganga í raðir Manchester United frá Lecce og ljóst er að hann verður með launalægri leikmönnum aðalliðsins.

Lecce samþykkti í gær tilboð United. Talað var um að ítalska félagið vildi 40 milljónir evra fyrir Dorgu en lendingin er 30 milljónir vera og möguleiki á 5 milljónum evra síðar meir. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum áður en Dorgu verður formlega kynntur sem leikmaður United. Daninn ungi skrifar undir fjögurra ára samning.

Um er að ræða vinstri bakvörð sem einnig getur spilað út á köntunum. Það má gera fastlega ráð fyrir að Ruben Amorim, stjóri United, ætli sér að nota hann sem vinstri vængbakvörð í kerfi sínu.

United hefur lengi verið þekkt fyrir að borga leikmönnum ansi há laun, jafnvel óverðskuldað. Er Casemiro sem dæmi með 350 þúsund punda á viku.

Dorgu mun hins vegar aðeins þéna um 30 þúsund pund á viku eða rúmar 5 milljónir íslenskra króna. Þó það séu ansi fín laun teljast þau ekki svo há á þessu stigi fótboltans.

Stuðningsmenn United fagna þessu, eins og enskir miðlar taka saman í morgunsárið. Telja þeir þetta til marks um bætta stefnu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum