fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Vill snúa aftur til Englands – Tvö félög áhugasöm

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Oxlade-Chamberlain vill snúa aftur til Englands áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás á mánudag.

The Sun segir frá þessu og jafnframt að Leicester og Wolves, sem eru í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni, hafi áhuga á leikmanninum.

Oxlade-Chamberlain, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Besiktas í Tyrklandi sumarið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning. Hann er hins vegar ekki með fast byrjunarliðssæti í Tyrklandi og vill fara, þó svo Ole Gunnar Solskjær, sem tók við Besiktas á dögunum, hafi gefið í skyn að hann eigi hlutverk fyrir Englendinginn.

Hluti ástæðunnar fyrir því að Oxlade-Chamberlain vill fara aftur til Englands er kærasta hans, en þau eiga í fjarsambandi sem stendur.

Oxlade-Chamberlain gerði auðvitað garðinn frægan með Liverpool og Arsenal áður en hann hélt utan landsteinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona