fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Kveðja Neymar formlega – Þénaði 350 milljónir á mínútu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar hefur formlega yfirgefið sádiarabíska félagið Al-Hilal, sem staðfestir brottför hans.

Hinn 32 ára gamli Neymar er að snúa aftur til Santos í heimalandinu, Brasilíu, eftir vonbrigðardvöl í Sádí. Al-Hilal keypti hann frá Paris Saint-Germain á hátt í 80 milljónir punda sumarið 2023 en kappinn spilaði aðeins sjö leiki fyrir félagið, mikið til vegna meiðsla.

„Al-Hilal og Neymar hafa í sameiningu ákveðið að rifta samningi leikmannsins. Takk fyrir og gangi þér vel Neymar,“ segir í stuttri yfirlýsingu félagsins.

Neymar þénaði ótrúlegar upphæðir í Sádí en þar sem hann kom svo lítið við sögu er hægt að líta á það sem svo að hann hafi þénað 7,4 milljarða króna fyrir hvern leik sem hann spilaði og 350 milljónir fyrir hverja spilaða mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu