fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Hrafnkell setur spurningamerki við þessa ákvörðun í Víkinni – „Með alla þessa peninga“

433
Sunnudaginn 26. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var staðfest á dögunum að Sölvi Geir Ottesen væri orðinn aðalþjálfari Víkings. Tekur hann við af Arnari Gunnlaugssyni sem tók við íslenska landsliðinu, en Sölvi var aðstoðarmaður hans í Víkinni.

„Þetta er eitthvað sem maður hefur vitað síðan Arnar fór í viðræður við Norrköping (fyrir um ári). Hann var alltaf að fara að vera arftakinn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í Íþróttavikunni á 433.is.

video
play-sharp-fill

Víkingur hefur auðvitað náð frábærum árangri undir stjórn Arnars. Hrafnkell setur spurningamerki við að ekki sé fenginn reynslumeiri maður til að leysa hann af.

„En ég set alveg spurningamerki við þetta, Víkingur er með alla þessa peninga, þurfa eitthvað að endurnýja liðið sitt. Að fara í alveg reynslulausan aðalþjálfara, ég veit ekki alveg með það,“ sagði hann.

„Það er búið að móta hann lengi í þetta starf,“ skaut Helgi þá inn í, áður en Hrafnkell tók til máls á ný.

„Ég er alveg til í að gefa honum sénsinn og vonandi bara gengur þetta vel, þó auðvitað ég sem Bliki vilji að þetta gangi illa,“ sagði hann léttur í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
Hide picture