fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Segir fyrrum vinnustað sinn skulda sér margar milljónir: Ætlar í mál og vill fá launin borguð – Sagður hafa skrópað og neitað að mæta

433
Sunnudaginn 12. janúar 2025 09:00

Mynd: Antony/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, leikmaður Manchester United, ætlar í mál við hollenska félagið Ajax þar sem hann lék í nokkur ár.

Frá þessu greinir Algemeen Dagblad í Hollandi en Antony hefur leikið á Englandi undanfarin þrjú ár.

Ástæðan er sú að Ajax sektaði Antony mikið árið 2022 er hann reyndi að komast burt frá félaginu og er talinn hafa misst af æfingum og einum deildarleik í mótmælum.

Ajax vildi fá yfir 80 milljónir punda fyrir leikmanninn og tók það dágóðan tíma fyrir skiptin að ganga í gegn en þau voru staðfest í ágúst 2022.

Antony segir að Ajax skuldi sér mörghundruð þúsund evrur í laun sem hann fékk ekki borguð áður en hann færði sig til Manchester.

Ajax refsaði leikmanninum fyrir hegðun utan vallar en mögulegt er að hollenska félagið hafi þar brotið reglur.

Antony vill fá launin sín sem hann á inni borguð og hefur allan tímann neitað að borga sektirnar fyrrnefndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona