Paul Scholes, goðsögn Manchester United, hefur nefnt þann leikmann sem fór afskaplega illa með hann á æfingum hjá félaginu á sínum tíma.
Scholes var 17 ára gamall á þessum tíma en hann fékk þá að mæta Andrei Kanchelskis sem kom til enska félagsins frá Shakhtar Donetsk.
Scholes var aðeins að hefja ferilinn á þessum tíma en hann gerði garðinn frægan sem miðjumaður – á þessari æfingu lék hann í vinstri bakverði.
Kanchelskis fór mjög illa með goðögnina á æfingasvæðinu en þeir voru saman hjá félaginu í fjögur ár eða frá 1991 til 1995.
,,Þegar ég byrjaði að æfa, ég var kannski 17 ára gamall og var beðinn um að spila í vinstri bakverði,“ sagði Scholes.
,,Félagið var nýbúið að semja við Kanchelis. Það var enginn leikur framundan hjá aðalliðinu svo hann kom til okkar. Ég er enginn vinstri bakvörður.“
,,Við vissum lítið um hann á þessum tíma, við vissum bara að hann væri beinskeyttur vængmaður. Hann rústaði mér, ég átti engan möguleika í þessari viðureign!“