fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Nefnir einn leikmann Manchester United sem hann átti ekki roð í – ,,Hann rústaði mér“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. janúar 2025 18:23

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, goðsögn Manchester United, hefur nefnt þann leikmann sem fór afskaplega illa með hann á æfingum hjá félaginu á sínum tíma.

Scholes var 17 ára gamall á þessum tíma en hann fékk þá að mæta Andrei Kanchelskis sem kom til enska félagsins frá Shakhtar Donetsk.

Scholes var aðeins að hefja ferilinn á þessum tíma en hann gerði garðinn frægan sem miðjumaður – á þessari æfingu lék hann í vinstri bakverði.

Kanchelskis fór mjög illa með goðögnina á æfingasvæðinu en þeir voru saman hjá félaginu í fjögur ár eða frá 1991 til 1995.

,,Þegar ég byrjaði að æfa, ég var kannski 17 ára gamall og var beðinn um að spila í vinstri bakverði,“ sagði Scholes.

,,Félagið var nýbúið að semja við Kanchelis. Það var enginn leikur framundan hjá aðalliðinu svo hann kom til okkar. Ég er enginn vinstri bakvörður.“

,,Við vissum lítið um hann á þessum tíma, við vissum bara að hann væri beinskeyttur vængmaður. Hann rústaði mér, ég átti engan möguleika í þessari viðureign!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona