fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Zidane orðaður við áhugavert starf

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 11:00

Zinedine Zidane. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane er orðaður við þjálfarastöðu franska landsliðsins í fréttum í Frakklandi.

Zidane hefur verið án starfs síðan hann hætti með Real Madrid 2021. Frakkinn náði mögnuðum árangri með spænska liðið, vann Meistaradeildina þrisvar og spænsku deildina tvisvar.

Fréttir herma að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið eftir HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Blaðið Le Parisien segir nú að Zidane sé líklegastur til að taka við. Yrði það þar með hans fyrsta stjórastarf utan Real Madrid.

Zidane lék 108 A-landsleiki fyrir Frakkland á sínum tíma og skoraði í þeim 31 mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður