Enginn annar en James Rodriguez er að vonast eftir því að fá tækifæri í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.
Frá þessu greinir miðillinn O Jogo en Rodriguez hefur rift samningi sínum við spænska félagið Rayo Vallecano.
Samkæmt O Jogo hafa nokkur ensk lið áhuga á Rodriguez en nefna má Aston Villa, Wolves, Fulham og Nottingham Forest.
James eins og hann er yfirleitt kallaður er 33 ára gamall en hann lék með Everton frá 2020 til 2021.
Síðan þá hefur leikmaðurinn spilað fyrir fjögur mismunandi lið og á í erfiðleikum með að finna sér stabílt heimili.