fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Glódís Perla færði Ljósinu eina milljón króna

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir afhendi Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, eina milljón króna á dögunum.

Glódís átti frábært ár með Bayern Munchen og íslenska landsliðinu. Hlaut hún fálkaorðuna í síðustu viku og var svo kjörfin íþróttamaður ársins með fullt hús stiga.

Tilkynning ljóssins
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, endaði síðasta ár sannarlega með stæl. Eftir magnað ár í fótboltanum lét hún gott af sér leiða með því að bjóða upp áritaða landsliðstreyju úr leik Íslands og Þýskalands og láta allan ágóða renna til Ljóssins.

Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, keypti treyjuna á eina milljón króna og mættu þau Glódís í Ljósið á Þorláksmessu til að afhenda upphæðina formlega og fá að kynnast starfseminni. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ljóssins, tók við styrknum ásamt Ástu Einarsdóttur úr stjórn Ljóssins.  Við þökkum Glódísi og Guðmundi innilega fyrir þetta rausnarlega framlag sem mun nýtast Ljósinu til að halda áfram mikilvægri starfsemi sinni.

Við óskum öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir stuðninginn! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum