fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

Frábært gengi Forest heldur áfram – Stórsigur í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frábært gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram. Liðið heimsótti Wolves í kvöld.

Morgan Gibbs-White, fyrrum leikmaður Úlfanna, kom Forest yfir í kvöld og Chris Wood tvöfaldaði forskot gestanna skömmu fyrir leikhlé.

Forest sigldi sigrinum þægilega í hús og kom Taiwo Awoniyi þeim í 0-3 í blálok leiksins. Þar við sat.

Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 40 stig, jafnmörg stig og Arsenal og 6 stigum frá toppliði Liverpool, sem á leik til góða.

Wolves er í 17. sæti með 16 stig, jafnmörg og Ipswich sem er í fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum