fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Leikjaniðurröðun fyrir næsta sumar klár – Spennandi leikir allt frá upphafi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 13:36

Úr leik Brieðabliks og Vals í Bestu deild karla í fyrra. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla, Bestu deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og Meistarakeppni kvenna og karla hefur verið birt á vef KSÍ.  Leikdagar í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa einnig verið birtir.

Besta deild karla hefst í Kópavoginum 5. apríl þar sem ríkjandi meistarar í Breiðabliki taka á móti nýliðum Aftureldingar í opnunarleik.

1. umferð Bestu deildar karla: Breiðablik-Afturelding (laugardagur), Valur-Vestri (sunnudagur), KA-KR (sunnudagur), Fram-ÍA (sunnudagur), Víkingur-ÍBV (mánudagur), Stjarnan-FH (mánudagur)

Í Bestu deild kvenna mætast meistararnir í Breiðablik og Stjarnan annars vegar og Þróttur og Fram hins vegar í fyrstu leikjum 15. apríl.

1. umferð Bestu deildar kvenna: Breiðablik-Stjarnan (þriðjudagur), Þróttur-Fram (þriðjudagur), Tindastóll-FHL (miðvikudagur), Víkingur-Þór/KA (miðvikudagur), Valur-FH (miðvikudagur)

Mynd: DV/KSJ

Mótin á vef KSÍ

Mjólkurbikarinn

Gert er ráð fyrir að úrslitaleikir Mjólkurbikarsins verði í ágúst. Úrslitaleikur kvenna verði laugardaginn 16. ágúst og úrslitaleikur karla verði föstudaginn 23. ágúst (til vara 19. september).  Keppni í Mjólkurbikar karla hefst í lok mars og keppni í Mjólkurbikar kvenna hefst í um miðjan apríl.

Besta deild karla

Besta deild karla hefst laugardaginn 5. apríl og lýkur laugardaginn 25. október. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – Afturelding.

Besta deild kvenna

Besta deild kvenna hefst þriðjudaginn 15. apríl og lýkur laugardaginn 18. október. Opnunarleikur mótsins verður Breiðablik – Stjarnan.

Lengjudeildirnar

Keppni Lengjudeildanna hefst í byrjun maí. Keppni kvenna lýkur fimmtudaginn 4. september. Keppni karla lýkur laugardaginn 27. september með úrslitaleik á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deild karla að ári.

2., 3., og 4. deild karla

Drög að leikdögum í 2., 3. og 4. deild karla verður birt 3. janúar.

Önnur mót meistaraflokka

Niðurröðun leikja í 2. deild kvenna, 5. deild karla og Utandeild karla er í vinnslu og verður birt um miðjan janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Í gær

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Í gær

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“